Nýtt húsnæði? Ertu að flytja?

Góð ráð fyrir þá sem eru að flytja. Það er frábær tilfinning að fá nýja húsnæðið afhent en stundum getur það líka verið yfirþyrmandi því það er svo margt sem þarf að gera og ganga frá. Hérna eru nokkrir punktar til að hafa í huga þegar verið er að flytja sem gætu komið sér vel:

  • Pakkaðu í tösku fyrir þig eins og þú sért að fara í frí, þannig að þú sért með helstu nauðsynjar nálægt þér eins og auka föt, snyrti- og baðvörur
  • Merktu kassana þegar þú pakkar niður í þá, ef þeir verða í geymslu lengi þá er gott að númera þá og hafa skjal í símanum/tölvunni sem lýsir innihaldinu. Það er líka gott ráð að skrifa á kassann hvert hann á að fara þannig að hann geti farið beint á réttan stað þegar verið er að flytja.
  • Það er ágætt að setja í glæra plastkassa það sem á að taka upp úr og nota mjög fljótlega, til dæmis eldhúsdót.
  • Notaðu handklæði og lín til að pakka inn brothættum hlutum. Sumir nota dagblöð til að pakka inn en athugaðu að prentsvertan getur smitað.
  • Þegar rúmið er komið á sinn stað, búðu um það og hafðu það tilbúið, þú munt þakka fyrir það eftir erfiðan dag.

 

Átt þú góð ráð fyrir þá sem eru að flytja?