Hvar er best að búa?

Sum okkar eiga okkar uppáhalds hverfi, þar sem við eigum rætur eða sérstaka tengingu. En þarfir okkar og aðstæður eru misjafnar, jafnvel milli mismunandi æviskeiða. Það er hollt að velta því fyrir sér jákvæðum hliðum hverfisins þar sem maður býr og jafnvel skoða hvort annað hverfi eða jafnvel bæjarfélag sé hentugra fyrir þarfir þínar eða fjölskyldunnar. Hefur þú velt því fyrir þér hvort hverfið þitt henti þér eins og staðan er í dag? Er langt til vinnu? Er þetta hverfið þar sem þú vilt að börnin fari í skóla? Er langt fyrir þau að fara? Myndirðu vilja vera fjær skólalóðum og nær tómstunda- eða útivistarsvæðum? #hvarerbestadbua